Fjórar bókabúðir í Belgíu hafa fengið bréf þar sem varað er við sölu á franska dagblaðið Charlie Hebdo. Er varað við hefndaraðgerðum sé blaðið sett á hillur búðanna.
Belgísk stjórnvöld sögðu frá þessu í dag.
Eintök af nýjust útgáfu dagblaðsins, á að komast í sölu í Belgíu á morgun. Hefur forsíða blaðsins vakið hörð viðbrögð meðal múslíma, en á forsíðunni er gert grín af Múhameð spámanni.
„Ég mæli með því að þið dreifið ekki þessum skopmyndum af okkar ástkæra Múhameð í þessu fyrirlitlega Charlie Hebdo blaði,“ stóð í bréfinu sem birt var í flæmska dagblaðinu Het Laatste Nieuws.
Belgískir saksóknarar segjast taka bréfunum mjög alvarlega og hafa í dag m.a. skoðað upptökur úr öryggismyndavélum til þess að reyna að sjá hver ber ábyrgð á þeim.
Eftirspurn á nýjustu útgáfu Charlie Hebdo er gífurleg í Belgíu, þá sérstaklega í frönsku mælandi hluta landsins. Um 30 þúsund eintök fara á sölu á morgun og er búist við því að þau seljist upp fljótt.
Fyrsta prentun blaðsins er þegar uppseld í Frakklandi en blaðið kom út í morgun.