Nýtt myndskeið þar sem morðingjar starfsmanna Charlie Hedbo ganga um götur Parísar eftir árásina hefur litið dagsins ljós.
Á myndskeiðinu má sjá mennina tvo með andlitsgrímur fara rólega af flóttabílnum eftir að hafa myrt starfsmenn blaðsins. Hér má sjá myndskeiðið á vef Sky-fréttastofunnar.
Þeir hlaða vopn sín og annar kallar: „Við höfum hefnt spámannsins Múhameðs, við höfum drepið Charlie Hebdo.“
Svo má sjá mennina skjóta á lögreglubíl er þeir leggja á flótta.
Bræðurnir Said og Cherif Kouachi skutu tólf til bana síðasta miðvikudag er þeir gerðu árás á skopblaðið Charlie Hebdo. Meðal þeirra sem féllu voru tveir lögreglumenn sem gættu öryggis starfsmanna Charlie Hebdo eftir ítrekaðar hótanir sem blaðið hafði fengið. Annar lögreglumaðurinn var skotinn á mjög stuttu færi.
Bræðurnir voru felldir af lögreglu á föstudag.