Hugðust fremja hryðjuverk í Belgíu

Tveir féllu og einn særðist í aðgerðum lögreglunnar í Belgíu gegn mönnum sem eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Saksóknari segir að mennirnir hafi snúið til landsins frá Sýrlandi og að lögreglan hafi gripið til aðgerða til að stöðva fyrirætlanir þeirra.

Atvikið átti sér stæð í bænum Verviers í austurhluta Belgíu. Yfirvöld segja að almennir borgarar hafi hvorki særst né fallið í aðgerðunum í dag. 

Saksóknarinn Eric Van der Sypt sagði í samtali við fjölmiðla, að mennirnir hefðu verið að undirbúa umfangsmikil hryðjuverk, en hann gaf ekki frekari upplýsingar um hvað mennirnir hugðust gera. Hann segir hins vegar að ekki sé vitað til þess að mennirnir tengist byssumönnunum sem frömdu voðaverkin í París í síðustu viku

Hann bætti því við að fleiri aðgerðir standi nú yfir í nágrenni Brussel, höfuðborgar landsins. 

„Hinir grunuðu hófu þegar í stað að skjóta með hernaðarvopnum og skammbyssum á alríkislögregluna og stóð það yfir í nokkrar mínútur áður en þeir voru teknir úr umferð,“ sagði Van der Sypt. 

Vitni segjast hafa heyrt háværa skothvelli í nokkrar mínútur og þá heyrðust a.m.k. þrjár sprengingar. 

Stórt svæði í námunda við lestarstöð bæjarins var girt af en fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni.

Að minnsta kosti þrír látnir

Skothvellir og sprengingar í Belgíu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert