Skothvellir og sprengingar í Belgíu

mbl.is/Kristinn

Tveir eru látnir í bænum Verviers í Belgíu en þar stendur umfangsmikil lögregluaðgerð yfir. Samkvæmt frétt BBC er talið að aðgerðirnar beinist gegn íslömskum öfgamönnum.

Þá kemur fram að einn hafi særst. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni að lögregluaðgerðin standi yfir. Skothvellir og sprengingar hafa heyrst að sögn vitna. 

Fjölmennt lögreglulið er í bænum, en þar búa um 56.000 manns.

Búist er við að lögreglan muni brátt halda blaðamannafund til að greina frá því sem gerðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert