Fimm ákærðir í Belgíu

Yfirvöld í Belgíu hafa ákært fimm einstaklinga í tengslum við aðgerðir lögreglu gegn meintum hryðjuverkamönnum þar í landi. I gær hóf lögreglan að framkvæma húsleitir, en í bænum Verviers kom til skotbardaga þar sem tveir meintir hryðjuverkamenn féllu.

Fimmmenningarnir hafa verið ákærður fyrir að tekið þátt í aðgerðum hryðjuverkahóps. Þetta sagði saksóknari í samtali við AFP-fréttastofuna. Þrír eru enn í haldi en tveimur hefur verið sleppt.

Alls voru 13 handteknir í aðgerðum lögreglunnar en fleiri verða ekki ákærðir.

Belgísk yfirvöld segja það aðsteðjandi ógn að meintir íslamskir öfgamenn hafi í hyggju að myrða lögreglumenn, að því er segir á vef BBC.

Ríkisstjórn Belgíu greindi frá því fyrr í dag að gripið verði til hertra aðgerða til að takast á við hryðjuverkamenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert