Að minnsta kosti 24 létu lífið í dag þegar að tvær rútur rákust á hvor aðra í Zimbabwe. Varð slysið nálægt höfuðborginni Harare.
Samkvæmt ríkissjónvarpi landsins slösuðust 46 aðrir í slysinu. Rúturnar voru á leið í sitthvora áttina og rákust saman.
Að sögn sjónvarvotta voru báðar rúturnar á miklum hraða þegar slysið átti sér stað.
Samkvæmt frétt AFP eru bílsslys algeng í landinu, en þar eru hraðbrautir iðurlega holóttar eftir margra ára vanrækslu.