Drápu hershöfðingja frá Hezbollah

Ísraelsmenn líta á Hezbollah sem hryðjuverkasamtök.
Ísraelsmenn líta á Hezbollah sem hryðjuverkasamtök. KARAM AL-MASRI

Ísraelsmenn gerðu loftárásir á Golan-hæðir í Sýrlandi í dag og drápu fimm liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Einn af þeim var Jihad Mughniyeh, háttsettur herforingi í liði Hezbollah. Faðir hans, sem einnig var herforingi hjá Hezbollah, var drepinn 2008.

Ísraelski herinn vill ekkert segja um árásina. Heimildarmaður BBC innan hersins staðfestir þó að herþyrlur frá Ísrael hafi gert árás í dag.

Fyrir nokkrum dögum varaði Hezbollah Ísraelsmenn við og sagði að ítrekaðar árásir Ísraelshers innan sýrlensku landamæranna myndi hafa afleiðingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert