Obama vill breyta „ósanngjörnu skattkerfi“

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, vill styrkja millistéttina í Bandaríkjunum. Hann …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, vill styrkja millistéttina í Bandaríkjunum. Hann segir að auðmenn spili eftir öðrum leikreglum en aðrir . AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann ætli að loka glufum í skattkerfinu sem auðugustu Bandaríkjamennirnir hafa getað nýtt sér, en Obama hyggst boða nýja stefnu í efnahags- og skattamálum í árlegu ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar.

Obama leggur til að skattar í efsta þrepi verði hækkaðir og að fjármálafyrirtæki sem taki mikið af lánum þurfi að greiða hátt lántökugjald. Einnig vill hann breyta reglum varðandi skattlagningu styrktarsjóða. Það þykir hins vegar ólíklegt að hugmyndir forsetans nái fram að ganga í núverandi mynd þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. 

Obama segir að bandaríska skattkerfið sé ósanngjarnt og geri auðmönnum kleift að fara eftir öðrum leikreglum en aðrir landsmenn. 

Hvíta húsið segir að 400 auðugustu skattgreiðendur Bandaríkjanna hafi að meðaltali greitt 17% tekjuskatt árið 2012 sem er lægri skattprósenta en margir millitekjuhópar eru nú að greiða. Obama vill bæta hag millistéttarinnar með breytingunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka