Kona í New Jersey í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir morð en hún er talin hafa lagt nýfætt barn sitt á miðja götu og kveikt svo í því.
Konan er 22 ára. Hún er í varðhaldi.
Atvikið átti sér stað aðfararnótt laugardags. Lögreglan fékk tilkynningu um að eldur væri úti á götu í íbúahverfi fyrir utan Fíladelfíu. Lögreglan kom að litla barninu í ljósum logum. Það var þá enn á lífi. Flogið var með barnið, sem var stúlka, á sjúkrahús. En stúlkan lést þar um tveimur tímum síðar, að því er fram kemur í frétt AP-fréttastofunnar.
Saksóknari telur að konan hafi gefið barninu svefnlyf og kveikt svo í því. Hann segir enn engin gögn hafa fundist um fæðingu barnsins.