Kveikti í hvítvoðungi

AFP

Kona í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um hef­ur verið ákærð fyr­ir morð en hún er tal­in hafa lagt ný­fætt barn sitt á miðja götu og kveikt svo í því. 

Kon­an er 22 ára. Hún er í varðhaldi. 

At­vikið átti sér stað aðfar­arnótt laug­ar­dags. Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um að eld­ur væri úti á götu í íbúa­hverfi fyr­ir utan Fíla­delfíu. Lög­regl­an kom að litla barn­inu í ljós­um log­um. Það var þá enn á lífi. Flogið var með barnið, sem var stúlka, á sjúkra­hús. En stúlk­an lést þar um tveim­ur tím­um síðar, að því er fram kem­ur í frétt AP-frétta­stof­unn­ar.

Sak­sókn­ari tel­ur að kon­an hafi gefið barn­inu svefn­lyf og kveikt svo í því. Hann seg­ir enn eng­in gögn hafa fund­ist um fæðingu barns­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert