Kveikt var í 45 kirkjum um helgina í höfuðborg Níger í mótmælum þar í landi gegn teikningum skopblaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni.
Fimm létust í mótmælunum og 128 særðust, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Einnig var kveikt í kristnum skóla og munaðarleysingjahæli.
Á föstudag voru einnig mótmæli í Níger en þá í borginni Zinder. Þar létust einnig fimm og 45 særðust.