Skiptust á skotum við íslamista

Wikipedia

Kanadískir sérsveitarmenn skiptust á skotum á dögunum við vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams samkvæmt frétt AFP en um er að ræða fyrsta skiptið þar sem samtökin lenda í landhernaði við vestræna hermenn.

Haft er eftir kanadíska hershöfðingjanum Michael Rouleau að skotið hafi verið á hermenn hans skammt frá víglínunni á milli yfirráðasvæðis Ríkis íslams. Þeir hafi svarað með því að beita leyniskyttum á vígamenn hryðjuverkasamtakanna. Enginn af kanadísku hermönnunum hafi særst eða týnt lífi. 

Kanadamenn eru með 600 hermenn á svæðinu samkvæmt fréttinni sem taka þátt í loftárásum á vígamenn Ríkis íslams. Um 60 þeirra eru sérsveitarmenn sem koma að þjálfun íraskra hermanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert