Ætla að verjast hryðjuverkum af afli

Frakkar ætla að herða mjög eftirlit með hryðjuverkum í landinu og ætla að skapa 2.680 ný störf til að verjast hryðjuverkaógninni. Þá ætla þeir að setja 425 milljónir evra, 65 milljarða króna, í verkefnið. Þetta segir forsætisráðherrann Manuel Valls.

Hann segir að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar til að verjast aukinni hættu af öfgasamtökum í heiminum. Hann segir að um 3.000 manns í Frakklandi þurfi eftirlits vegna meintra tengsla við slík samtök.

Fyrir nokkrum dögum létust 17 í hryðjuverkaárásum í París.

Frétt BBC um málið.

Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í Frakklandi.
Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í Frakklandi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert