Veiddu „lifandi steingerving“

Kragaháfurinn er tveggja metra langur. Höfuð og skrokkur dýrsins minni …
Kragaháfurinn er tveggja metra langur. Höfuð og skrokkur dýrsins minni á ál, en sporðurinn á hákarl. „Ég tel að menn vilji ekki sýna börnum þetta áður en þau fara að sofa,“ segir framkvæmdastjóri togarasambands. Skjáskot af vef Telegraph

„Hann lít­ur út fyr­ir að vera 80 millj­ón ára gam­all. Hann virðist for­sögu­leg­ur,“ er á meðal þess sem menn hafa sagt um kraga­háf sem sjó­menn veiddu skammt frá Lakes Entrance í suðaust­ur­hluta Vikt­oríu­rík­is í Ástr­al­íu. Kraga­háf­ur, sem hef­ur verið kallaður lif­andi stein­gerv­ing­ur, er sjald­gæf sjón.

Simon Boag, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands tog­ara­sjó­manna í suðuaust­ur­hluta Ástr­al­íu, seg­ir að elstu menn muni ekki eft­ir að hafa séð kraga­háf ber­um aug­um. Fjallað er um málið á vef Tel­egraph.

Vís­inda­stofn­un­in CS­IRO hef­ur staðfest að um kraga­háf sé um að ræða. Þrátt fyr­ir að vís­inda­menn þekki teg­und­ina þá er afar sjald­gæft að sjó­menn rek­ist á og veiði dýrið.

 „Við gát­um ekki fundið sjó­mann sem sagðist hafa séð einn slík­an,“ seg­ir Boag.

„Hann lít­ur út fyr­ir að vera 80 millj­ón ára gam­all. Hann virðist for­sögu­leg­ur, og frá allt öðrum tíma.“

„Hann er með yfir 300 tenn­ur í rúm­lega 25 röðum. Þannig að þegar þú ert kom­inn í þenn­an kjaft, þá kemstu ekki aft­ur út,“ sagði Boag. 

„Ef­laust gott fyr­ir tann­lækna, en þetta er óhugn­an­leg skepna. Ég tel að menn vilji ekki sýna börn­um þetta áður en þau fara að sofa,“ sagði Boag að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert