Er kynlíf fyrir iPhone vændi?

Unga fólkið telur það tvennt ólíkt að greiða fyrir kynlíf …
Unga fólkið telur það tvennt ólíkt að greiða fyrir kynlíf með peningum eða gjöfum. Ljósmynd/ Árni Torfason

Þó svo að maður fái gjafir í staðinn fyrir kynlíf þarf það ekki að vera vændi. Þetta er skoðun 23% svarenda Gallup í Danmörku samkvæmt Berlinske.

Könnunin náði til 330 ungmenna á aldrinum 15 til 20 ára. Charlotte Fuglsang, forstöðumaður kvennaathvarfsins Reden København segir mörkin hafa færst til í hugum ungs fólks vegna færni þeirra í notkun net- og samfélagsmiðla.

„Það er greinilegt að ungu fóli finnst ekki eins að fá til dæmis iPhone eða tösku fyrir kynlíf eða peninga,“ segir Fuglsang. Hún segir það að taka á móti gjöfum í skiptum fyrir kynlíf vera vændi þó svo að það sé á gráu svæði.

Mogens Holm Sørensen sem er ráðgjafi í vændismálum fyrir dönsk félagsmálayfirvöld segir þó óljóst hvar gráa svæðið hefst og endar hvað sé í raun vændi.. Bendir hann á að kynlíf geti einnig verið gjaldmiðill fyrir að komast inn í ákveðinn vinahóp eða fyrir vernd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert