Múslimar biðja fyrir Frakklandi

AFP

Múslim­ar munu koma sam­an klukk­an 14:30 í dag að ís­lensk­um tíma í þeim rúm­lega tvö þúsund mosk­um sem til staðar eru í Frakklandi til þess að biðja fyr­ir land­inu og framtíð þess. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Thelocal.fr. Þar seg­ir einnig að und­an­farn­ar tvær vik­ur hafi fleiri árás­ir á múslima verið til­kynnt­ar til lög­reglu en allt síðasta ár.

Fram kem­ur í frétt­inni að um sé að ræða átak sem nefn­ist þjóðarbæn og er að frum­kvæði ým­issa sam­taka múslima í land­inu. „Við báðum áður hver á sín­um stað í síðustu viku en í þetta sinn mun allt sam­fé­lag múslima í Frakklandi taka hönd­um sam­an og tala einni röddu,“ er haft eft­ir Mohammed Moussa­oui, for­seta Sam­bands franskra moska. Enn­frem­ur seg­ir að hugs­an­lega verði um að ræða viku­leg­an at­b­urð héðan í frá en aðstand­end­ur fram­taks­ins hafa sagt að hug­mynd­in sé að slík þjóðarbæn fari fram á föstu­dög­um til framtíðar.

Þá kem­ur fram að 128 árás­ir á múslima hafi verið skráðar und­an­farn­ar tvær vik­ur sem sé nán­ast sami fjöldi og allt árið 2014. Sam­tök gegn út­lend­inga­h­atri segja að raun­veru­leg tala sé miklu hærri enda veigri múslim­ar sér gjarn­an við að til­kynna slíkt þar sem marg­ir þeirra séu sann­færðir um að það muni engu skila.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert