Sendir naktir út að hlaupa í frosti

Norskur herlögreglumaður.
Norskur herlögreglumaður. Wikipedia

Rann­sókn er haf­in á því hjá norsku her­lög­regl­unni hvers vegna sex nýliðar í norska hern­um voru send­ir nakt­ir út að hlaupa í 20 gráðu frosti. Her­mönn­un­um var gef­in fyr­ir­skip­un þess eðlis á mánu­dags­morg­un­inn í her­stöðinni Setermoen í Norður-Nor­egi.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Thelocal.no að nýliðunum hafi ekki verið heim­ilt að klæðast skóm og hafi þeir all­ir þurft að gang­ast und­ir lækn­is­hend­ur að hlaup­un­um lokn­um með kals­ár. Haft er eft­ir tals­manni norska hers­ins, Al­eks­and­er Jan­kov, að svona lagað ætti ekki að gera gerst. Málið væri litið al­var­leg­um aug­um og reynt yrði að kom­ast til botns í því hvernig þetta hafi at­vik­ast. Lík­legt væri að aðrir her­menn bæru ábyrgðina í þeim efn­um.

Spurður hvaða af­leiðing­ar málið gæti haft sagði Jan­kov að al­mennt séð þýddi slík hegðun að viðkom­andi yrði rek­inn úr hern­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert