Þjóðarleiðtogar hafa fylkst til Ríad, höfuðborgar Sádí-Arabíu, til að votta Abdullah konungi virðingu sína en hann lést á fimmtudag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar meðal annars að stytta ferð sína um Indland til þess að geta hitt Salman, nýjan konung landsins, á þriðjudag.
Á meðal þeirra leiðtoga heims sem hafa lagt leið sína til Ríad eða eru væntanlegir eru David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Karl Bretaprins, François Hollande, forseti Frakklands, og Filippus sjötti Spánarkonungur.