Syriza sigrar í þingkosningunum í Grikklandi

Stuðningsmenn Syriza fagna þegar niðurstöður útgönguspár eru kunngerðar.
Stuðningsmenn Syriza fagna þegar niðurstöður útgönguspár eru kunngerðar. AFP

Rót­tæki vinstri­flokk­ur­inn Syr­iza hef­ur sigrað í sögu­leg­um þing­kosn­ing­um í Grikklandi ef út­göngu­spár ganga eft­ir en þær segja flokk­inn hljóta 35,5-39,5 pró­sent at­kvæða sam­an­borið við 23-27 pró­sent at­kvæða Nýja lýðræðis­flokks­ins.

Formaður flokks­ins, Al­ex­is Tsipras verður þá yngsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins í 150 ár en hann er 40 ára að aldri. Tsipras hef­ur lofað því að end­ur­heimta virðingu Grikk­lands og semja við lán­ar­drottna lands­ins, m.a. Seðlabanka Evr­ópu, um lækk­un lána og stöðva þannig blóðugan niður­skurð í land­inu og aðhald í rík­is­fjár­mál­um.

Nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Ant­on­is Sam­aras, hafði varað fólk við því að kjósa Syr­iza og sagði það al­gjöra vit­leysu í ljósi þess að niður­skurður­inn væri loks­ins að fara að skila ár­angri.   

Forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun.
For­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, Ant­on­is Sam­aras, greiðir at­kvæði í þing­kosn­ing­un­um í morg­un. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert