Syriza sigrar í þingkosningunum í Grikklandi

Stuðningsmenn Syriza fagna þegar niðurstöður útgönguspár eru kunngerðar.
Stuðningsmenn Syriza fagna þegar niðurstöður útgönguspár eru kunngerðar. AFP

Róttæki vinstriflokkurinn Syriza hefur sigrað í sögulegum þingkosningum í Grikklandi ef útgönguspár ganga eftir en þær segja flokkinn hljóta 35,5-39,5 prósent atkvæða samanborið við 23-27 prósent atkvæða Nýja lýðræðisflokksins.

Formaður flokksins, Alexis Tsipras verður þá yngsti forsætisráðherra landsins í 150 ár en hann er 40 ára að aldri. Tsipras hefur lofað því að endurheimta virðingu Grikklands og semja við lánardrottna landsins, m.a. Seðlabanka Evrópu, um lækkun lána og stöðva þannig blóðugan niðurskurð í landinu og aðhald í ríkisfjármálum.

Núverandi forsætisráðherra landsins, Antonis Samaras, hafði varað fólk við því að kjósa Syriza og sagði það algjöra vitleysu í ljósi þess að niðurskurðurinn væri loksins að fara að skila árangri.   

Forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun.
Forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka