Hætti að ganga í jógabuxum fyrir eiginmanninn

Veronica ásamt eiginmanni sínum.
Veronica ásamt eiginmanni sínum. Skjáskot af vef Christian Today

Nokk­urs upp­náms gæt­ir nú á net­heim­um eft­ir að kristni blogg­ar­inn VeronicaPartridge birti pist­il um þá ákvörðun sína að hætta að ganga í legg­ings- og jóga­bux­um. Ákvörðun sína bygg­ir Partridge á því að þröng­ar bux­ur valdi því að karl­menn, aðrir en eig­inmaður henn­ar, hugsi losta­full­ar hugs­an­ir.

Deil­ing­ar á bloggi Partridge á sam­fé­lags­miðlum skipta tugþúsund­um og hún hef­ur jafn­vel varið þessa ákvörðun sína í spjallþætt­in­um Good Morn­ing America. Hún seg­ist ekki vera að reyna að leggja fólki boð og bönn í klæðaburði og að ákvörðun­ina hafi hún tekið eft­ir spjall við vin­kon­ur sín­ar.

„Guð breytti [skoðunum mín­um] í hjarta mér í miðju sam­tal­inu og í stað þess að hunsa sann­fær­ingu mína ákvað ég að það væri tíma­bært að byrja að hlusta á hana og grípa til aðgerða,“ skrif­ar Partridge.

Partridge ræddi þess­ar hug­mynd­ir við eig­in­mann sinn sem viður­kenndi að hann ætti erfitt með að horfa ekki á kon­ur í jóga­bux­um. Þetta styrkti af­stöðu Partridge.

„Ef það er erfitt fyr­ir eig­in­mann minn sem elsk­ar, heiðrar og virðir mig, að halda aug­un­um ein­beitt­um fram á við, hversu mikið erfiðara er það þá fyr­ir mann sem hef­ur ekki sömu sjálfs­stjórn? Ef karl­menn vilja horfa munu þeir horfa en af­hverju að tæla þá? Er mögu­legt að þunnu, aðsniðnu jóga­bux­urn­ar eða legg­ings geti látið gift­an (eða ein­hleyp­an) mann horfa á konu á hátt sem hann ætti aðeins að beina að eig­in­konu sinni?“

Partridge ákvað að binda þess heit að klæðast ein­ung­is slík­um bux­um heima við og ekki meðal al­menn­ings nema í síðum bol sem hyl­ur rass­inn.

„Ég vil líka setja besta for­dæmið um hvernig maður á að klæðast fyr­ir dótt­ur mína. Ég vil að hún viti að gildi henn­ar felst ekki í því hvernig likami henn­ar lít­ur út eða hvernig hún klæðir sig held­ur í þeim mann­dómi og per­sónu­leika sem guð hef­ur gefið henni.“

Hér má lesa pist­il­inn í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka