Lítil viðbrögð við slæðuleysi

Michelle Obama ákvað að klæðast ekki hefðbundnum höfuðklæðnaði við heimsóknina.
Michelle Obama ákvað að klæðast ekki hefðbundnum höfuðklæðnaði við heimsóknina. AFP

Í ný­legri heim­sókn banda­rísku for­seta­hjón­anna til Sádi Ar­ab­íu vakti höfuðfat­leysi for­setafrú­ar­inn­ar, Michelle Obama, nokkra at­hygli en furðu lít­il viðbrögð miðað við að kven­kyns þegn­um lands­ins er gert að hylja höfuð sitt með slæðu

Fjallað er um málið á vef BBC. Þar seg­ir frá því að þrátt fyr­ir ar­ab­ísku myllu­merki (e.hashtag) sem beinþýðist sem „Michelle Obama án slæðu“ eða „Michelle Obama blygðun­ar­leysi“ hafi verið tíst yfir 2.500 sinn­um sé það hreint ekki mikið á þeim skala sem ann­ars þekk­ist í land­inu.

Þar að auki var annað myllu­merki tengt heim­sókn­inni mun vin­sælla. Íbúar lands­ins notuðu myllu­merki sem beinþýðist sem „Salm­an kon­ung­ur yf­ir­gef­ur Obama til að biðja“ 170 þúsund sinn­um. Þótti kon­ung­ur­inn aðdá­un­ar­verður fyr­ir að fara frá Obama hjón­un­um til þess að biðjast fyr­ir eins og sýnt var í mynd­bandi sem fékk mikla dreif­ingu á YouTu­be. „Þetta er maður­inn sem fór frá leiðtoga mik­il­væg­asta lands heims­ins til þess að biðja,“ tísti einn þegna lands­ins.

Sam­kvæmt BBC voru flest­ir þeirra sem notuðu myllu­merkið um bert höfuð for­setafrú­ar­inn­ar að henda gam­an af aðstæðum og íhald­söm­um hefðum Sádí Ar­ab­íu. Sum­ir deildu mynd­um af henni með slæðu um höfuð sér á ferð henn­ar í Malas­íu árið 2010 en aðrir notuðu myllu­merkið til þess að kalla eft­ir meira frelsi í kon­ungs­rík­inu. Stór hluti tíst­anna komu frá banda­rísk­um not­end­um sem notuðu tæki­færið til að skjóta á hefðir í Sádí Ar­ab­íu og raun­ar kom aðeins 37% tíst­anna frá þegn­um lands­ins yf­ir­höfuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka