Ebóluveiran að stökkbreytast

Um 8.700 hafa látist af völdum ebólu í þremur Afríkuríkjum.
Um 8.700 hafa látist af völdum ebólu í þremur Afríkuríkjum. AFP

Vísindamenn sem hafa fylgst með ebólafaraldrinum í Gíneu segja að ebóluveiran hafi stökkbreyst.

Yfir 22.000 manns hafa smitast af ebólu og 8.795 hafa látist af völdum sjúkdómsins í Gíneu, Síerra Leóne og í Líberíu. 

Vísindamenn hjá Pasteur-rannsóknarstofnuninni í Frakklandi, sem greindu fyrstir frá faraldrinum í Gíneu í mars sl., kanna nú hvort veiran hafi breiðst út hraðar vegna þessa. Þetta kemur fram á vef BBC.

Vísindamenn rannsaka nú mörg hundruð blóðsýni sem hafa verið tekin úr ebólusjúklingum í Gíneu. Þeir munu skoða hvernig veiran hafi breyst og hvort hún geti smitast á milli manna á auðveldari máta en áður. 

„Við vitum að veiran er að breytast mjög mikið,“ segir mannerfðafræðingurinn dr. Anavaj Sakuntabhai.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert