Boris Johnson, borgarstjóri í London, hefur lýst mönnum sem fara og berjast fyrir öfgasamtökin Íslamska ríkið vera „rúnkara“ sem horfi á klám vegna þess að þeir geta ekki kynnst konum. Vitnaði Johnson í skýrslu bresku leyniþjónustunnar MI5 máli sínu til stuðnings.
„Ef þú skoðar sálfræðilýsinguna á sprengjuvörgum þá horfa þeir yfirleitt á klám. Þeir eru bókstaflega rúnkarar. Langt leiddir sjálfsfróarar,“ segir Johnson.
Lýsti hann breskum mönnum sem halda utan til að heyja heilagt stríð séu „illilega vanstilltir“ í samskiptum sínum við konur og það sé afleiðing af því að þeir upplifi sig misheppnaða og að heimurinn sé andsnúinn þeim.
„Þeir komast ekkert áleiðis með stelpum svo þeir snúa sér að annarri andlegri huggun, sem er auðvitað engin huggun,“ segir borgarstjórinn.
Frétt The Guardian af lýsingu Borisar Johnson á jíhadistum