Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að það eigi ekki að lækka skuldir Grikklands. Ummælin, sem eru höfð eftir henni í Hamburger Abendblatt, eru frekar til þess að auka á spennu milli nýrra valdhafa í Grikklandi og alþjóðlegra lánardrottna.
„Einkaaðilar hafa þegar af fúsum og frjálsum vilja fallið frá hluta krafna sinna á Grikkland,“ er haft eftir Merkel. „Ég sé ekki fyrir mér að það komi til frekari skuldalækkana.“