Tugþúsundir Spánverja mótmæla

Mannhafið á Puerta del Sol torginu.
Mannhafið á Puerta del Sol torginu. EPA

Tugir þúsunda mótmælanda eru komnir saman í Madrid á vegum róttæka vinstri flokksins Podemos. Samkvæmt BBC hefur Podemos skotist á toppinn í nýlegum skoðanakönnunum en leiðtogar flokksins segjast ætla að semja um afskriftir á skuldum Spánar sigri hann þingkosningarnar síðar á þessu ári.

Leiðtogar Podemos segja að stjórnmálamenn eigi að þjóna fólkinu en ekki hagsmunum einkaaðila og hafa þeir nefnt krögugöngu dagsins „Göngu fyrir breytingum“.

„Við viljum breytingu,“ sagði Pablo Iglesias, formaður flokksins þegar hann ávarpaði mótmælendur. „Ég veit að það er erfitt að stjórna en þeir sem eiga sér raunverulega drauma geta breytt hlutum.“

Andstæðingar Podemos úr röðum stærri stjórnmálaflokka Spánar hafa sagt stefnu flokksins vera lýðskrum. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy hefur varað Spánverja við því að spila ekki rússneska rúllettu með því að styðja flokkinn sem hann segir gefa innantóm loforð sem ekki sé unnt að efna.

Pablo Iglesias leiðtogi Podemos ávarpar skarann.
Pablo Iglesias leiðtogi Podemos ávarpar skarann. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert