Skáru þorpsbúa á háls

Liðsmenn skæruliðahreyfingarinnar Boko Haram skáru þorpsbúa á háls og kveiktu í mosku í landamærabænum Fotokol í Kamerún er þeir gerðu áhlaup á bæinn í morgun.

„Þeir kveiktu í húsum og drápu almenna borgara sem og hermenn,“ segir heimildarmaður AFP. 

Stjórnvöld í Tjsad hafa sent herlið til Nígeríu til þess að taka þátt í baráttunni gegn Boko Haram hryðjuverkasamtökunum en samkvæmt upplýsingum frá her Tjad voru yfir 200 skæruliðar drepnir í átökum í landamærabænum. Sameinuðu herliði Nígeríu, Tjad og Kamerún tókst að hrekja Boko Haram á brott úr bænum.

Að minnsta kosti 13 þúsund hafa verið drepnir og yfir milljón neydd á vergang frá því Boko Haram hóf að gera árásir árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert