Helmingur Dana vill að hömlur verði settar á þann fjölda múslíma sem fær að búa í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar en innan við fimm prósent Dana eru múslímar.
Í rannsókn sem YouGov vann fyrir Metroxpress kemur fram að fjölmargir þeirra sem vildu að mörk yrðu sett hvað varðar trúarskoðanir þeirra sem eru íslamtrúar töldu að miða ætti við að hlutfall múslíma færi ekki yfir 5%.
Aftur á móti sögðu 425 aðspurðra að ekki ætti að setja nein mörk hvað varðar fjölda múslíma og að ekki ætti að setja fólk í dilka eftir trúarskoðunum. 7% aðspurðra töldu að útiloka ætti múslíma alfarið frá því að búa í Danmörku.
Talsmaður danska Þjóðarflokksins, sem berst gegn innflytjendum, segir að niðurstaða könnunarinnar sýni heilbrigða skynsemi dönsku þjóðarinnar.