Leiðtogar Rússlands, Úkraínu, Þýskalands og Frakklands munu koma saman til fundar í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, á miðvikudag til að ræða áætlun vegna friðarviðræðna í Úkraínu.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, og Vladimir Pútín Rússlandsforseti ræddu saman í síma í dag um leiðir til að binda enda á átökin.
Fleiri en 5.300 manns hafa fallið í átökunum síðastliðið tæpt ár, eða frá því í apríl 2014.