11 ára barði ungbarn til bana

AFP

Ellefu ára gömul stúlka frá Ohio í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa barið tveggja mánaða gamalt barn ítrekað svo það lést.

Samkvæmt lögreglunni í Wickliffe var barnið í pössun stúlkunni og móður hennar. Sátu mæðgurnar með barnið í sófa á heimili sínu þegar móðir stúlkunnar sofnaði. Að sögn lögreglu vakti dóttir hennar hana um hálftíma síðar, en þá hélt hún á alvarlega slösuðu barninu. 

Barnið lést síðar á sjúkrahúsi sökum alvarlegra innvortis áverka.

Stúlkunni er nú haldið í gæslu­v­arðhaldi á stofn­un fyr­ir unga glæpa­menn, en hún mun ganga undir geðmat á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka