Gasklefi á teikniborðinu í Oklahoma

Gasklefinn sem var notaður í Florence fangelsinu
Gasklefinn sem var notaður í Florence fangelsinu

Dómsmálanefnd öldungadeildar þings Oklahoma samþykkti einróma að styðja frumvarp til laga um að settur verði upp gasklefi við ríkisfangelsi Oklahoma.

Öldungadeild ríkisþings Oklahoma styður hugmyndir um að taka fanga af lífi í ríkinu með nítrógen gasi og ef af framkvæmdinni verður þá verður Oklahoma fyrst bandarískra ríkja til þess að nota gas við aftökur. Þetta kemur fram í frétt Sky.

Stuðningsmenn þessarar aftökuaðferðar segja að það sé mun sársaukaminna að vera tekinn af lífi með gasi.

Flutningsmaður frumvarpsins, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, Anthony Sykes, segir að dauðarefsins sé rétt og viðeigandi refsing fyrir verstu glæpamenn ríkisins og að  nígrógen súrefnisnauð sé viðurkennd sem ein mannúðlegasta aðferðin til þess að framfylgja refsingunni. 

Líkt og fram hefur komið á mbl.is er tekist á um notkun bannvænna lyfja við aftökur og erfiðleika bandarískra ríkja við að útvega slík lyf. Í fyrra samþykkti þing Tennesssee lög sem kveða á um að rafmagnsstóllinn verði tekinn í notkun aftur ef ekki tekst að útvega lyf til að nota við aftökur. Þing Utah er nú með til athugunar að taka fanga af lífi með aftökusveitum.

Fjögur ríki hafa þegar heimilað notkun banvæns gass við aftökur. Það eru: Arizona, Kalifornía, Missouri og Wyoming. En öll beita þau bannvænni sprautu við aftökur.

Síðasti bandaríski fanginn sem var tekinn af lífi í gasklefa er Walter LaGrand en hann var tekinn af lífi í Arizona árið 1999.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert