Obama hringdi í Pútín

Obama Bandaríkjaforseti.
Obama Bandaríkjaforseti. EPA

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða um stigvaxandi átök í austurhluta Úkraínu. Obama hvatti Pútín til að vinna að því að friðsamleg lausn náist.

Obama sagðist hafa áhyggjur af áframhaldandi stuðningi Rússa við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Hann sagði ennfremur, að það muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa náist engin niðurstaða á friðarviðræðum sem hefjast í Hvíta-Rússlandi á morgun. 

Þá lagði Obama á það áherslu, að Pútin myndi nýta tækifærið á fundinum með Frökkum, Þjóðverjum og Úkraínu til að komast að friðarsamkomulagi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert