Svíar veita Palestínu fjárhagsaðstoð

Forseti Palestínu Mahmoud Abbas sótti Karl Gústaf Svíakonung heim í …
Forseti Palestínu Mahmoud Abbas sótti Karl Gústaf Svíakonung heim í gær AFP

Svíar hafa heitið Palestínumönnum 1,5 milljörðum sænskra króna, 24 milljörðum íslenskra króna, í fjárhagsaðstoð. Þetta var tilkynnt þegar forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, kom í sína fyrstu heimsókn til Svíþjóðar frá árinu 2009 í gær.

Svíar voru eitt fyrsta ríkið til þess að viðurkenna sjálfstæði Palestínu en að sögn Stefans Löfvens, forsætisráðherra Svíþjóðar, fylgir viðurkenningunni ákveðin ábyrgð. „Samkvæmt okkar skilgreiningu þá er Palestína ríki. Væntingar okkar til Palestínu og leiðtoga þeirra munu því að sama skapi aukast,“ sagði Löfven á blaðamannafundi í gær. Hann bætti því við að góð samskipti við Palestínu ættu ekki að hafa áhrif á góð samskipti Svía og Ísraela. 

Í kjölfar þess að Svíar viðurkenndu Palestínu sem sjálfstætt ríki í fyrra ákváðu Ísraelar að kalla sendiherra sinn heim frá Stokkhólmi. 

Að sögn Löfvens verður fjárhagsaðstoðin veitt á nokkrum árum og verður fénu varið til þess að berjast gegn spillingu og til þess að auka jafnrétti kynjanna og önnur mannréttindi.

Svd.se

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka