American Sniper vendipunktur í hræðslu við íslam

Fólk minntist fórnarlambanna í Chapel Hill í gærkvöldi.
Fólk minntist fórnarlambanna í Chapel Hill í gærkvöldi. AFP

Einn af talsmönnum Araba í Bandaríkjunum hefur nú gagnrýnt fréttaumfjöllun þar í landi í kjölfar þess að þrír unglir múslímar voru myrtir í Norður Karólínu á þriðjudaginn.

Í viðtali við The Independent segir Abed Ayoub að umfjöllunin, eða skortur á henni, tengist þeirri hræðslu gegn íslam, sem nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, American Sniper byggir á að hans mati.

Ayoub sem er forstjóri nefndar sem vinnur gegn fordómum gegn aröbum í Bandaríkjunum, segir að kvikmyndaiðnaðurinn, bandarísk stjórnvöld og hægri sinnaðir stjórnmálaskýrendur eigi allir hlutverk í því að stuðla að araba og múslímahatri í Bandaríkjunum. 

Á þriðjudagskvöldið var hinn 23 ára gamli Deah Barakat, eiginkona hans Yusor Mohammad Abu-Salha og systir hennar, Razan Mohammad Abu-Salha skotin fyrir utan heimili þeirra í Chapel Hill nálægt háskólanum í Norður Karólínu. 46 ára gamall maður gaf sig fram stuttu síðar og sagðist bera ábyrgð á morðunum. Hann heitir Craig Stephen Hicks og hefur verið ákærður fyrir morðin þrjú. 

Aðspurður hvort að viðbrögð fjölmiðla hefðu verið önnur væru fórnarlömbin ekki múslímar sagði Ayoub „Alveg 100% hefði verið fjallað öðruvísi um þetta ef hlutverkunum væri snúið við.

Þetta land þarf að skilja að hryðjuverk takmarkast ekki við ein trúarbrögð eða þjóðarhópa,“ sagði hann. „Þessi hræðsla við íslam er eitthvað sem þarf að stöðva og við viljum að fjölmiðlar veiti þessu meiri athygli og segi meira frá þessu til þess að sýna áhrif hatursglæpa og hatursræðu.“

Aðspurður um kvikmynd Eastwood sem segir frá bandarískri leyniskyttu sem berst í Íraksstríðinu segir hann að American Sniper sé vendipunktur í andstöðu gegn múslímum og aröbum í Bandaríkjunum. 

„Andstaðan tengist myndinni kannski ekki beint en þessi hreyfing „íslamsfóbíu“ og andstaða gegn aröbum er sýnd í orðum margra þeirra sem sjá myndina. Myndin sýnir okkur hvernig mörgum þeirra líður og í fyrsta skiptið fáum við hrá og ekta skilaboð, og þau eru ógnvekjandi.“

Ayoub hefur kallað eftir því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlambanna.

„Það eru lykilmanneskjur sem gætu róað umræðuna um „íslamsfóbíu“,“ sagði hann. „Þú ert með fólk á öfgahægri vængnum sem ýta undir það að Íslam sé ill trúarbrögð og að Múslímar og arabar séu illar manneskjur. Þeir gætu gert eitthvað og róað umræðuna aðeins. Það hafa allir rétt á sínum skoðunum, en ekki að ráðast á samfélagið og setja okkur öll undir sama hattinn,“ sagði Ayoub. 

Hashtaggið #MuslimLivesMatter eða „Líf múslíma skipta máli“ hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðan að morðin voru framin. Hefur borgarstjóri Chapel Hill, Mark Kleinschmidt jafnframt notað frasann í kjölfar morðanna. 

„Ég deili þeim sterku tilfinningum reiði og áfalls með samíbúum mínum og nemendum í háskólanum, eins og öllu fólki heims. Við vitum ekki hvort að andstaða gegn múslímum hafi átt hlutverk í þessum glæp, en ég viðurkenni óttann sem meðlimir samfélagsins finna fyrir. Chapel Hill er staður fyrir alla, staður þar sem líf múslíma skipta máli.“

Tók þrjú ungmenni af lífi

Myrt vegna deilna um bílastæði

Clint Eastwood, leikstjóri American sniper.
Clint Eastwood, leikstjóri American sniper. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert