Ítalía „er að deyja“

Ítölskum ríkisborgurum fer fækkandi.
Ítölskum ríkisborgurum fer fækkandi. AFP

Alls fæddust 509.000 börn á Ítalíu á síðasta ári, en samkvæmt opinberum tölum hafa ekki færri börn fæðst í landinu á einu ári frá 1870 þegar öll ríki sunnan Alpafjalla voru sameinuð í eitt ríki, Ítalíu. Ríkisstjórn landsins hefur brugðist við fréttunum við að því að segja að landið sé að „deyja“.

„Við erum mjög nálægt því að hér verði engin endurnýjun, þ.e. að nýburar komi ekki stað þeirra sem deyja. Það þýðir að þjóðin er að deyja,“ segir Beatrice Lorenzin, heilbrigðisráðherra Ítalíu, af þessu tilefni. 

Skráð dauðsföll á síðasta ári eru 597.000 og þá yfirgáfu um 65.000 Ítalir yfirgáfu landið. Innflytjendum fjölgaði hins vegar um 207.000 á milli ára sem þýðir að íbúum landsins fjölgaði um 0,04%, en þeir eru nú 60,8 milljónir. 

Fæðingartíðnin á Ítalíu er ein sú lægsta í Evrópu, eða 1,39 barn á hverja konu. 

„Þessi staða hefur gríðarleg áhrif á alla geira; efnahagsmál, samfélagið, heilsu, lífeyrismál svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Lorenzin.

„Við þurfum að vakna og þörf er á raunverulegri breytingu á okkar samfélagi til að snúa þessari þróun við á komandi árum,“ bætti ráðherrann við. 

AFP-fréttastofan segir að Lorenzin, sem er 43 ára gömul, sé að leggja sitt af mörkum, en hún á von á tvíburum í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert