Danski ljósmyndarinn Mads Nissen átti mynd ársins 2014 að mati World Press Photo. Myndin er hluti af myndaröð um samkynhneigða í Rússlandi og sýnir samkynhneigt par, Jon og Alex, í fábrotnu herbergi í Pétursborg. Myndir þykir varpa skýru ljósi á erfiða stöðu samkynhneigða víðsvegar um heiminn.
Nissen er ljósmyndari hjá Politiken og telur hann að meðal ástæðna fyrir því að hann hlaut verðlaunin í ár sé að réttindabarátta samkynhneigðra sé táknræn fyrir mannréttindabaráttu heimsins.
Nissen ræðir hér um myndina í viðtali við sjónvarp Politiken
Hér er hægt að skoða allar myndirnar