Danskur ljósmyndari átti bestu mynd ársins

Danski ljósmyndarinn Mads Nissen
Danski ljósmyndarinn Mads Nissen AFP

Danski ljósmyndarinn Mads Nissen átti mynd ársins 2014 að mati World Press Photo. Myndin er hluti af myndaröð um samkynhneigða í Rússlandi og sýnir samkynhneigt par, Jon og Alex, í fábrotnu herbergi í Pétursborg. Myndir þykir varpa skýru ljósi á erfiða stöðu samkynhneigða víðsvegar um heiminn.

Nissen er ljósmyndari hjá Politiken og telur hann að meðal ástæðna fyrir því að hann hlaut verðlaunin í ár sé að réttindabarátta samkynhneigðra sé táknræn fyrir mannréttindabaráttu heimsins. 

Nissen ræðir hér um myndina í viðtali við sjónvarp Politiken

Hér er hægt að skoða allar myndirnar

Myndin sem var valin sú besta
Myndin sem var valin sú besta AF vef World Press Photo
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert