Þrír látnir í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn að störfum í nótt
Lögreglan í Kaupmannahöfn að störfum í nótt EPA

Lögreglan í Kaupmannahöfn skaut mann til bana á lestarstöðinni við Nørrebro í nótt en talið er að maðurinn tengist tveimur árásum í borginni í gær. Tveir létust í árásunum og segir stjórnarformaður ráðs gyðinga á Norðurlöndum að árásirnar séu eftirlíking árásanna í París.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni skaut maðurinn að lögreglu er hún elti hann í nótt og er nú rannsakað hvort hann beri ábyrgð á árásunum tveimur í Kaupmannahöfn í gær, á kaffihúsi síðdegis og á bænahús gyðinga í gærkvöldi. Lögregla telur að svo sé.

Í fyrri árásinni lést einn og tveir særðust en árásin var gerð á fund þar sem umræðuefnið var tjáningarfrelsið.

Í seinni árásinni lést einn gyðingur sem var að aðstoða við athöfn í bænahúsinu og tveir lögreglumenn særðust. Ekki er enn vitað hvort tengsl eru á milli árásanna.

Michael Gelvan, stjórnarformaður ráðs gyðinga á Norðurlöndum, segir í samtali við AFP fréttastofuna að  ungi maðurinn sem lést í árásinni í bænahúsinu hafi aðstoðað við bar mitzvah athöfn (ferming) sem þar fór fram. 

„Þetta er eftirlíking af því sem gerðist í París,“ segir hann í viðtali við AFP og vísar þar til tveggja árása í borginni í janúar. Á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo vikuritsins og verslun gyðinga.

Lögreglan hafði aukið viðbúnað við bænahúsið eftir árásina á kaffihúsinu síðdegis en þar var umræðuefnið íslam og tjáningarfrelsið. 

Frétt DR

Bænahús gyðinga við Kristalgötu í Kaupmannahöfn þar sem seinni skotárásin …
Bænahús gyðinga við Kristalgötu í Kaupmannahöfn þar sem seinni skotárásin var gerð. AFP
Tæknideild lögreglunnar að störfum í Kaupmannahöfn í nótt
Tæknideild lögreglunnar að störfum í Kaupmannahöfn í nótt EPA
Við kaffihúsið þar sem fyrri árásin var gerð síðdegis í …
Við kaffihúsið þar sem fyrri árásin var gerð síðdegis í gær. EPA
Sérsveit lögreglunnar í Kaupmannahöfn að störfum.
Sérsveit lögreglunnar í Kaupmannahöfn að störfum. EPA
Sérsveit dönsku lögreglunnar
Sérsveit dönsku lögreglunnar AFP
Þýska lögreglan við landamæraeftirlit í nótt
Þýska lögreglan við landamæraeftirlit í nótt EPA
Danska sérsveitin
Danska sérsveitin EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert