Skothríð við bænahús í Kaupmannahöfn

EPA

Hleypt var af nokkr­um skot­um við bæna­hús gyðinga í Kaup­manna­höfn skömmu eft­ir miðnætti. Þrír eru særðir eft­ir skot­hríðina. Einn maður fékk skot í höfðuðið og tveir lög­reglu­menn voru einnig skotn­ir, ann­ars veg­ar í hand­legg og hins veg­ar í fót­legg­inn.

Bæna­húsið stend­ur við Krist­al­götu á Norður­brú.

Þyrl­ur fljúga yfir svæðið og beina ljós­köst­ur­um að því. Árás­armaður­inn geng­ur laus og er haf­in um­fangs­mik­il leit að hon­um. Viðbúnaður lög­reglu er afar mik­ill á svæðinu.

Að sögn lög­reglu flúði árás­armaður­inn fót­gang­andi frá bæna­hús­inu. Hann er klædd­ur í svart­ar bux­ur, er í svört­um skóm og grá­um jakka. Lýs­ing­in á hon­um gæti átt við árás­ar­mann­inn sem bar ábyrgð á skotárás­inni sem gerð var á ráðstefnu á Aust­ur­brú fyrr í dag. Hins veg­ar hef­ur hvorki fengið staðfest að sami maður sé þarna á ferð né hvort at­vik­in tvö teng­ist með ein­hverj­um hætti. Lög­regl­an seg­ir of snemmt að segja til um það.

Fréttamaður DR við Nør­report seg­ir að búið sé að girða lest­ar­stöðina þar, sem og við Friðriks­borg­ar­götu, af og loka fyr­ir um­ferð þar. Þá hef­ur Strik­inu einnig verið lokað fyr­ir um­ferð.

Fyrri skotárás­in í dag átti sér stað við leik­húsið Krudttönd­en á Aust­ur­brú. Talið er að sú árás hafi beinst að sænska teikn­ar­an­um Lars Vilks, en hann var einn af skipu­leggj­end­um ráðstefn­unn­ar sem fjallaði um guðlast og tján­ing­ar­frelsi. 

Upp­fært kl. 00:46:

Pete Mil­nes, tökumaður Sky News, sem er stadd­ur rétt hjá bæna­hús­inu þar sem skot­hríðin átti sér stað, seg­ist hafa heyrt í sex eða sjö byssu­skot­um. Um mín­útu síðar hafi fjöl­mennt lið lög­reglu komið á vett­vang og þyrla flogið yfir svæðið. Hann sá lög­reglu hand­taka einn mann en sleppa hon­um stuttu síðar.

„Það voru um tutt­ugu til þrjá­tíu vopnaðir lög­reglu­menn með riffla sem kölluðu á heima­menn og báðu þá um að halda sig inn­an­dyra og loka glugg­um,“ seg­ir hann. Ástandið sé nú orðið ró­legra á svæðinu. Um­fangs­mik­il leit stend­ur yfir að árás­ar­mann­in­um, sem er tal­inn hafa flúið fót­gang­andi.

Upp­fært kl. 1:31:

Danska al­manna­varna­deild­in biður alla sem eru nú stadd­ir í miðbæ Kaup­manna­hafn­ar um að láta ætt­ingja sína vita með smá­skila­boði að þeir séu heil­ir á húfi. Lokað hef­ur verið fyr­ir um­ferð á Strik­inu.

Fjöld­inn all­ur af lög­reglu­mönn­um leit­ar enn að árás­ar­mann­in­um sem skaut þrjá menn í höfuðið við bæna­hús gyðinga við Krist­al­götu á Norður­brú og flúði þaðan fót­gang­andi. Lög­regl­an nýt­ur jafn­framt liðsinn­is danskra her­manna við leit­ina. Þyrl­ur sveima yfir leit­ar­svæðin og beina ljós­köst­ur­um að þeim.

Hér má fylgj­ast með beinni út­send­ingu DR

Frétt Ekstra Bla­det

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert