Um sama árásarmann að ræða

Lögreglan skaut árásarmanninn við Nørrebro lestarstöðina í nótt
Lögreglan skaut árásarmanninn við Nørrebro lestarstöðina í nótt EPA

Lög­regl­an í Kaup­manna­höfn tel­ur að maður­inn sem skaut tvo til bana og særði nokkra í tveim­ur árás­um í borg­inni í gær sé maður­inn sem var skot­inn til bana af lög­regl­unni í nótt.

Á blaðamanna­fundi klukk­an átta að staðar­tíma, klukk­an 7 að ís­lensk­um tíma í morg­un, kom fram í máli Tor­bens Mølga­ard Jen­sens, lög­reglu­stjóra í Kaup­manna­höfn, að sami maður­inn hafi framið báðar árás­irn­ar og að það sé maður­inn sem var skot­inn til bana.

Fram kom á blaðamanna­fund­in­um að gögn úr eft­ir­lits­mynda­vél­um og upp­lýs­ing­ar frá leigu­bíl­stjóra hafi leitt lög­reglu áfram við leit­ina að mann­in­um. Þannig hafi feng­ist upp­lýs­ing­ar um hver hann var. 

For­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Helle Thorn­ing-Schmidt, er létt yfir frétt­um um að umsáturástand­inu sé lokið í borg­inni og hún hrós­ar lög­reglu hvernig staðið var að aðgerðum henn­ar í gær og í nótt. Hún hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar klukk­an 10:30 (klukk­an 9:30 að ís­lensk­um tíma) ásamt dóms­málaráðherra Dan­merk­ur,  Mette Frederik­sen.

Á blaðamanna­fund­in­um í morg­un kom fram að í eft­ir­lits­mynda­vél­um sjá­ist maður­inn forða sér frá kaffi­hús­inu Krudttønd­en á Øster­bro þar sem hann skaut einn til bana og særði þrjá. Eins sést þegar hann tek­ur bif­reið konu trausta­taki og ekur bif­reiðinni eft­ir Bor­ger­væn­get bak við Kildevælds­garðinn  á Øster­bro.

Meðal ræðumanna á fund­in­um á kaffi­hús­inu var sænski skop­mynda­teikn­ar­inn Lars Vilks, sem meðal ann­ars teiknaði skop­mynd­ir af Múhameð spá­manni árið 2007. Á fund­in­um átti að ræða íslam og tján­ing­ar­frelsið. Sá sem lést í árás­inni var 55 ára karl­maður en ung­ur gyðing­ur lést í árás­inni á bæna­húsið seint í gær­kvöldi. Bæna­húsið er aðal-bæna­hús gyðinga í Kaup­manna­höfn og stend­ur við Krystal­götu, í um 5 km fjar­lægð frá fyrri árás­arstaðnum. 

Talið er nán­ast full­víst að fyrri árás­inni hafi verið beint gegn Vilks en hann teiknaði meðal ann­ars skop­mynd af spá­mann­in­um í líki hunds. 

Leiðtog­ar fjöl­margra ríkja hafa for­dæmt árás­irn­ar sem minna mjög á árás­irn­ar í Par­ís í síðasta mánuði.

Ekki hafa verið birt­ar upp­lýs­ing­ar um hver árás­armaður­inn er en lög­regl­an í Kaup­manna­höfn boðar áfram­hald­andi viðbúnað í borg­inni. Sænska lög­regl­an hef­ur einnig aukið ör­yggis­eft­ir­lit í land­inu í kjöl­far árás­anna í Kaup­manna­höfn.

Í gær birti lög­regl­an mynd af árás­ar­mann­in­um þar sem hann flúði af vett­vangi fyrri árás­ar­inn­ar. All­ir þeir sem særðust í árás­un­um tveim­ur, fimm manns, eru lög­reglu­menn.

AFP frétta­stof­an hef­ur eft­ir sendi­herra Frakk­lands, Franço­is Zi­meray, sem var einn gesta á fund­in­um á kaffi­hús­inu að árás­armaður­inn hafi skotið á allt sem fyr­ir varð. Hann hélt að hann hefði heyrt 50 skot­hvelli en sam­kvæmt lög­reglu voru þeir nær 200 tals­ins og göt eft­ir byssu­kúl­ur út um allt. 

Einn þeirra fjöl­mörgu sem hafa tjáð sig um árás­irn­ar í Kaup­manna­höfn er Pat­rick Pelloux, dálka­höf­und­ur hjá Carlie Hebdo með þess­um orðum: Við erum öll dönsk í kvöld.

Danska rík­is­sjón­varpið

Berl­ingske

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu og sjúkraliði í Kaupmannahöfn
Mik­ill viðbúnaður er hjá lög­reglu og sjúkra­liði í Kaup­manna­höfn EPA
Danska lögreglan að störfum í morgun
Danska lög­regl­an að störf­um í morg­un EPA
Danska lögreglan
Danska lög­regl­an AFP
Jørgen Skov fulltrúi lögreglunnar á blaðamannafundinum í morgun,
Jør­gen Skov full­trúi lög­regl­unn­ar á blaðamanna­fund­in­um í morg­un, EPA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert