Viðræðum grískra stjórnvalda og ríkisstjórna annarra evruríkja um skuldastöðu Grikklands lauk í dag án árangurs en fulltrúar Grikkja þvertóku fyrir að halda áfram að þiggja neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn því að halda áfram aðhaldsaðgerðum í landinu.
Engu að síður var haft eftir Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, í frétt AFP í dag að hann væri sannfærður um að samningur um að endurskoða skuldamál landsins næðist við hin evruríkin innan næstu tveggja daga. „Ég er ekki í vafa um að innan næstu tveggja sólarhringa takist okkur að finna rétta orðalagið fyrir samkomulag.“