Brýnast að greiða félagslegu skuldina

Forsætisráðherrann Alexis Tsipras ávarpaði gríska þingið í dag.
Forsætisráðherrann Alexis Tsipras ávarpaði gríska þingið í dag. AFP

Gríska þingið mun kjósa um ýms­ar fé­lags­leg­ar um­bæt­ur á föstu­dag, sem sum­ar hverj­ar eru sagðar ganga gegn skil­mál­um björg­un­ar­pakk­ans sem Grikk­ir sömdu um við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, Seðlabanka Evr­ópu og Evr­ópu­sam­bandið. Frest­ur grískra stjórn­valda til að óska eft­ir fram­leng­ingu á björg­un­ar­pakk­an­um renn­ur út sama dag.

„Við mun­um ekki gefa und­an and­leg­um kúg­un­um,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann Al­ex­is Tsipras eft­ir að viðræður í Brus­sel fóru út um þúfur í gær. Þar hafnaði fjár­málaráðherr­ann gríski sam­komu­lagi sem er háð fram­leng­ingu björg­un­ar­pakk­ans, en Grikk­ir hafa viljað end­ur­semja, ekki end­ur­nýja.

Í ljósi þess hvernig viðræður fóru í gær, þykja lík­ur aukn­ar á því að Grikk­ir gangi úr evru­sam­starf­inu.

Tsipras sagði að Wolfgang Schaeu­ble, fjár­málaráðherra Þýska­lands, hefði „tapað ró sinni“ fyr­ir fund­inn í gær, eft­ir að Schaeu­ble sagðist finna til með Grikkj­um. „Ég vil segja hon­um, með mik­illi virðingu og í vin­skap, að hann ætti að finna til með fólki sem geng­ur með höfuðið beygt,“ sagði Tsipras, og vísaði til þess sem ráðamenn í Aþenu hafa ít­rekað sagt; að Grikk­ir muni ekki beygja sig fyr­ir þýskri mein­læta­stefnu.

Tsipras sagði frum­vörp­in sem tek­in verða fyr­ir á föstu­dag miða að því að taka á þeirri mannúðar­kreppu sem björg­un­ar­pak­ka­upp­skrift­in hefði komið á. „Þetta er sú skuld sem við verðum fyrst að greiða. Við mun­um ekki bregðast trausti grísku þjóðar­inn­ar,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert