Lokuðu af svæði í kringum Krudttønden

Í bréfinu sem barst er meðal annars fjallað um atburði …
Í bréfinu sem barst er meðal annars fjallað um atburði laugardagsins. AFP

Lögregla í Kaupmannahöfn hefur lokað af svæðinu í kringum menningarhúsið Krudttønden eftir að grunsamlegt bréf barst þangað. Lögregla hefur kallað til sprengjusérfræðinga til að rannsaka bréfið.

Í frétt danska ríkisútvarpsins kemur fram að það hafi verið starfsmaður hússins sem lét vita af bréfinu. Í bréfinu er meðal annars fjallað um atburði laugardagsins en lögregla hefur ekki viljað gefa frekari upplýsingar. 

Árás var gerð á menningarhúsið á laugardag. Húsið stendur við Austurbrú í Kaupmannahöfn. Í húsinu fór fram ráðstefna um list, tjáningarfrelsi og guðlast. Omar Abdel Hamid El-Hus­sein, 22 ára Dani, er talinn bera ábyrgð á ársásinni, sem og árás á við bænahús gyðinga seinna um kvöldið. 


Uppfært kl. 8.59

Á Facebook-síðu lögreglunnar í Kaupmannahöfn hefur fram að búið sé að aflétta lokuninni við Krudttønden og ekki hafi verið um sprengju að ræða. Rannsókn á sendingunni sem barst er lokið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert