Sammála um að þjálfa uppreisnarmenn

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Banda­ríkja­menn og Tyrk­ir und­ir­rituðu sam­komu­lag í dag um að þjálfa og vopna þúsund­ir hóf­samra upp­reisn­ar­manna í Sýr­landi í kjöl­far viðræðna sem staðið hafa yfir í nokkr­ar vik­ur. 

Fram kem­ur í frétt AFP að þar með hafi lokið löng­um viðræðum ríkj­anna um það með hvernig ætti að standa að því að þjálfa upp­reisn­ar­menn­ina og á hvaða and­stæðing ætti að leggja áherslu. Tyrk­nesk stjórn­völd vilja að upp­reisn­ar­menn­irn­ir verði bæði þjálfaðir til að berj­ast gegn stjórn­völd­um í Sýr­landi og hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams. Banda­ríkja­menn vilja hins veg­ar að þjálf­un­in verði fyrst og fremst liður í bar­áttu þeirra gegn Ríki íslams.

Banda­rísk stjórn­völd von­ast til þess að þjálf­un­in geti haf­ist í mars þannig að upp­reisn­ar­menn­irn­ir geti verið reiðubún­ir til taka þátt í bar­dög­um í lok árs­ins. Stefnt er að því að þjálfa yfir 5 þúsund sýr­lenska upp­reisn­ar­menn fyrsta árið og í heild­ina 15 þúsund manns á þriggja ára tíma­bili. Þjálf­un­in mun fara fram í tyrk­neska bæn­um Kir­sehir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert