Pútín veldur Fallon áhyggjum

Michael Fallon og Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddu saman í …
Michael Fallon og Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddu saman í höfuðstöðvum NATO 5. febrúar sl. AFP

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur varað við því að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, gæti notað sömu aðferðir og voru viðhafðar í Úkraínu til að koma á óstöðugleika í öðrum Eystrasaltsríkjum.

Hann segir Atlantshafsbandalagið verða að vera reiðubúið til að takast á við ágang Rússa, hvaða mynd sem hann mun taka, og segir ljóst að spenna hafi aukist milli bandalagsins og stjórnvalda í Mosku.

Ummælin lét hann falla eftir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, kallaði eftir því að ríki Evrópu gerðu Rússum ljóst að létu þeir ekki af tilraunum sínum til að valda óstöðugleika í Úkraínu, myndu þeir mæta efnahagslegum afleiðingum um mörg ókomin ár.

Fallon, sem sagðist hafa áhyggjur vegna Pútín, sagði að forsetinn gæti gripið til þess að nota sömu leynilegu hernaðaraðgerðir og hann beitti í Krím og austurhluta Úkraínu gegn löndum á borð við Lettland, Litháen og Eistlandi.

Þær gætu m.a. falið í sér að beita hefðbundu herliði, netárásum og að valda ólgu meðal rússneskra minnihlutahópa í löndunum. Hann sagði „raunverulega og viðvarandi hættu“ á að slíkum aðferðum yrði beitt.

Fallon, sem ræddi við blaðamenn sem fylgdu honum í heimsókn til Sierra Leone, kom m.a. inn á þá staðreynd að í þessum mánuði hefðu Rússar flogið tveimur herþotum niður Ermasund. Sagði hann ekki um að ræða nýtt Kalt stríð, en það væri hins vegar að hitna í kolunum.

Guardian sagði frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert