Þurfa að uppfylla ströng skilyrði

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands.
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands. AFP

Grikkland verður að uppfylla ströng skilyrði til þess að neyðarlán til landsins verði framlengd um fjóra mánuði frá og með næstu mánaðarmótum. Þar með talið að grípa til tafalausra umbóta innan tveggja daga. Samkomulag náðist í kvöld á fundi grískra stjórnvalda og fjármálaráðherra evruríkjanna um skuldavanda Grikklands.

„Fundurinn var spennuþrunginn vegna þess að hann snerist um að byggja upp traust á milli okkar,“ er haft eftir Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna, í frétt AFP. Grikkir þurfa sem fyrr segir meðal annars að leggja fram lista yfir efnahagslegar umbætur á mánudag sem fjármálaráðherrar evruríkjanna munu fara yfir og meta hvort þeir telji að gangi nógu langt.

Fjármálaráðherrarnir munu síðan tilkynna grískum stjórnvöldum á þriðjudaginn hvort af samkomulaginu verði. Haft er eftir Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, að samkomulagið markaði nýtt upphaf fyrir Grikki og samband þeirra við Evrópusambandið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert