Ekki i takt við loforð Syriza

Fjármálaráðherra Grikklands Yanis Varoufakis hélt blaðamannafund eftir fund sinn með …
Fjármálaráðherra Grikklands Yanis Varoufakis hélt blaðamannafund eftir fund sinn með fulltrúum Evrópusambandsins. AFP

Nýja rík­is­stjórn Grikk­lands, sem komst til valda í kosn­ing­um í janú­ar, kynnti í gær sam­komu­lag sitt við Evr­ópu­sam­bandið heima­fyr­ir. Sam­komu­lagið sæt­ir tölu­verðri gagn­rýni og þykir mörg­um það ekki vera í takt við lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir kosn­ing­ar.

Á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar með full­trú­um ESB í gær náðist sam­komu­lag sem veit­ir Grikkj­um tvo daga til þess að koma með eig­in hug­mynd­ir að aðhaldsaðgerðum. Rík­is­stjórn Grikk­lands komst til valda í janú­ar með lof­orð um að berj­ast gegn hverj­um þeim aðhaldsaðgerðum sem ESB legði til. Grikk­ir báðu á fund­in­um um fjár­hagsaðstoð næstu sex mánuðina, sem á að gera þeim kleift að gera fjög­urra ára fjár­hags­áætl­un þar sem horfið verður frá helstu aðhaldsaðgerðunum sem fyrri rík­is­stjórn inn­leiddi. 

Þeim varð þó ekki að ósk sinni á fund­in­um, því Evr­ópu­sam­bandið veitti Grikkj­um fjög­urra mánaða frest til þess að skila inn fjár­hags­áætl­un, en í millitíðinni fá þeir eng­in lán frá sam­band­inu. 

Full­trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sögðu við blaðamenn á Grikklandi að þeir hefðu á fund­in­um komið í veg fyr­ir áfram­hald­andi niður­skurð í líf­eyri­s­kerf­inu og skatta­hækk­an­ir. Full­trúi stjórn­ar­and­stöðunn­ar gaf hins veg­ar lítið fyr­ir ár­ang­ur rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar, og talaði um að niðurstaða fund­ar­ins hafi verið stórt skref aft­ur á bak, og sakaði full­trúa rík­is­stjór­ar­inn­ar um að setja á svið póli­tískt leik­rit. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert