Vilja bandamenn í Kísildalnum

Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. AFP

Franski inn­an­rík­is­ráðherr­ann Bern­ard Cazeneu­ve hitti í gær full­trúa há­tæknifyr­ir­tækj­anna Apple, Face­book, Google og Twitter þar sem rædd­ar voru leiðir til þess að koma í veg fyr­ir að hryðju­verka­menn notuðu fram­leiðslu þeirra til að koma áróðri sín­um á fram­færi.

Fram kem­ur í frétt AFP að Cazeneu­ve hafi sagt við fjöl­miðla eft­ir fund­inn að umræðurn­ar á hon­um hafi verið hrein­skiln­ar og gagn­leg­ar. Hug­mynd­in væri að koma á nán­ari tengsl­um við helstu fyr­ir­tæk­in í Kís­il­dal  (Silicon Valley) í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um, þar sem mörg helstu há­tæknifyr­ir­tæki heims eru með starf­semi, til þess að hægt yrði að stöðva eða svara áróðri hryðju­verka­manna á net­inu með skjót­virk­ari hætti.

„Við vilj­um ekki þurfa að fara í gegn­um hefðbundn­ar leiðir op­in­berra sam­skipta sem tek­ur alltof mik­inn tíma. Það er mik­il­vægt að verið í bein­um sam­skipt­um,“ sagði ráðherr­ann. Hann hafi lagt áherslu á það á fund­in­um að hat­ursáróðri á net­inu væri svarað til þess að vernda þá sem væru viðkvæm­ir fyr­ir slík­um mál­flutn­ingi og koma í veg fyr­ir að þeir gengju í lið með hryðju­verka­mönn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert