300 manns minntust Malcolms X

EPA

Talið er að yfir 300 manns hafi komið sam­an í Har­lem í borg­inni New York í gær­kvöldi til að minn­ast þess að fimm­tíu ár eru liðin frá því að mann­rétt­inda­frömuður­inn Malcolm X var myrt­ur.

Sér­stök minn­ing­ar­at­höfn var hald­in á staðnum þar sem Malcolm var skot­inn til bana, en þar er nú minn­ing­ar­set­ur til minn­ing­ar um Malcolm og eig­in­konu hans.

Malcolm X var drep­inn 21. fe­brú­ar 1965 var. Hann hugðist halda ávarp á fundi rétt­inda­sam­taka þeldökkra þegar þrír menn, meðlim­ir Nati­on of Islam, sam­taka þeldökkra múslima, rudd­ust inn í sal­inn og skutu hann til bana. Var hann skot­inn fimmtán sinn­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka