300 manns minntust Malcolms X

EPA

Talið er að yfir 300 manns hafi komið saman í Harlem í borginni New York í gærkvöldi til að minnast þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að mannréttindafrömuðurinn Malcolm X var myrtur.

Sérstök minningarathöfn var haldin á staðnum þar sem Malcolm var skotinn til bana, en þar er nú minningarsetur til minningar um Malcolm og eiginkonu hans.

Malcolm X var drep­inn 21. fe­brú­ar 1965 var. Hann hugðist halda ávarp á fundi réttindasamtaka þeldökkra þegar þrír menn, meðlimir Nation of Islam, samtaka þeldökkra múslima, ruddust inn í salinn og skutu hann til bana. Var hann skotinn fimmtán sinnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka