Kynferðisbrot setur fund í uppnám

Pachauri var fyrst kosinn formaður nefndarinnar árið 2002.
Pachauri var fyrst kosinn formaður nefndarinnar árið 2002. AFP

Æðsti embættismaður Sameinuðu Þjóðanna í loftslagsbreytingum mun ekki geta leitt lykilfund um málaflokkinn í Kenía í næstu viku vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti sem hann á að hafa framið á Indlandi.

Maðurinn heitir Rajenda Pachauri og er 74 ára gamall. Hann er formaður alþjóðlegrar nefndar SÞ um loftslagsbreytingar sem hefur hlotið nóbelsverðlaunin fyrir starf sitt. Hætti hann við að leiða næsta fund nefndarinnar eftir að hafa verið sakaður um að hafa áreitt undirmann sinn, 29 ára gamlan kvenkyns vísindamann, kynferðislega.

Hefur hún sakað hann um síendurtekna óviðeigandi hegðun, sem birtist meðal annars í tölvupóstum og smáskilaboðum til hennar. Málið kemur upp á slæmum tíma fyrir Pachauri sem reynir nú að setja tóninn fyrir ráðstefnu um loftslagsbreytingar í París í desember. Þar munu leiðtogar heimsins koma saman og freista þess að mynda nýtt samkomulag til að berjast gegn loftslagsbreytingunum.

Pachauri hefur áður verið í sviðsljósinu fyrir annað en starf sitt en hann var gagnrýndur fyrir bók sem hann skrifaði en hún fjallaði meðal annars um kynlíf, endurholdgun og tiltekna Hollywood-leikkonu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert