Fimmtungur Þjóðverja vill byltingu

AFP

Einn af hverj­um fimm Þjóðverj­um tel­ur að bylt­ing sé eina raun­hæfa leiðin til þess að koma á sam­fé­lags­leg­um um­bót­um sam­kvæmt rann­sókn sem birt var í dag af Freie Uni­versität Berl­in.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Thelocal.de að sam­kvæmt niður­stöðunum séu Þjóðverj­ar enn­frem­ur lengra til vinstri póli­tískt en áður hafi verið talið. Þannig hafi meðal ann­ars komið fram mik­il andstaða við kapí­tal­isma og fas­isma. Vinst­ri­sinnuð sjón­ar­mið reynd­ust meira áber­andi í aust­ur­hluta Þýska­lands en vest­ur­hlut­an­um.

Spurt var í rann­sókn­inni hvort fólk væri sam­mála eft­ir­far­andi staðhæf­ingu: Lífs­skil­yrði verða ekki bætt með um­bót­um - við þurf­um bylt­ingu.“ Hliðstætt hlut­fall sagðist telja upp­gang fas­isma í Þýskalandi vera raun­veru­lega ógn og þriðjung­ur sagðist sam­mála því að kapí­tal­ismi ylli fá­tækt og hungri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert