Fimm drónar sveimuðu yfir París

Einn drónninn sveimaði yfir Effelturninum.
Einn drónninn sveimaði yfir Effelturninum. AFP

Að minnsta kosti fimm drónar sveimuðu yfir kennileitum í París í gærkvöldi. Lögreglu tókst ekki að hafa uppi á þeim sem stjórnuðu tækjunum. Fyrsti dróninn sást nálægt sendiráði Bandaríkjanna í borginni.

Þá flugu drónarnir einnig yfir Effel turninn og torgið Place de la Concorde. Talið er hugsanlegt að þeir sem stjórnuðu tækjunum í gærkvöldi þekkist.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dularfullir drónar sveima yfir landið. Þann 20. janúar sl. sveimaði flygildi yfir bústað forsetans í París. Nokkuð fyrr sást til um tuttugu dróna fljúga nálægt kjarnorkuverksmiðju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert