Banna erlenda fjármögnun moska

Fjöldi mótmælenda sagði skoðun sína á nýju lögunum utan við …
Fjöldi mótmælenda sagði skoðun sína á nýju lögunum utan við austuríska þingið. EPA

Aust­ur­ríska þingið hef­ur gert um­deild­ar breyt­ing­ar á rúm­lega 100 ára göml­um lög­um um Íslam. Breyt­ing­un­um er ætlað að verj­ast öfg­um íslam­ista og gef­ur múslim­um meira laga­legt ör­yggi en bann­ar að er­lenda fjár­mögn­un moska og ímama. Þessu grein­ir BBC frá.

Upp­runa­legu lög­in eru frá 1912 en með þeim varð íslam að op­in­ber­um trú­ar­brögðum í Aust­ur­ríki. Lög­in hafa gjarn­an verið nefnd sem fyr­ir­mynd fyr­ir önn­ur Evr­ópu­ríki um hvernig eigi að eiga við íslam. Breyt­ing­arn­ar á lög­un­um voru fyrst lagðar til fyr­ir fimm árum síðar og inni­halda meðal ann­ars auk­in rétt­indi til trú­ar­legra frí­daga og þjálf­un­ar fyr­ir ímama.

Marg­ir trú­ar­leiðtog­ar múslima segja hins­veg­ar að bannið á er­lendri fjár­mögn­un sé ósann­gjarnt enda sé slík­ur stuðning­ur enn leyfi­leg­ur þegar kem­ur að söfnuðum krist­inna eða gyðinga. Þeir segja lög­in end­ur­spegla skort á trausti til múslima og hafa sum­ir lýst því yfir að þeir hygg­ist leita rétt­ar síns fyr­ir dómi.

Um hálf millj­ón múslima býr í Aust­ur­ríki og eru þeir um 6% þjóðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert